|
Sumaroperan...loksins!!!
Það tókst loksins! Í gær var frumsýning á Galdraskyttunni eftir Carl Maria von Weber í uppsetningu sumaróperunnar, karlakórsins fóstbræðra, sinfóníuhljómsveit ungafólksins og Jassballetskóla Báru. Þetta er stærsta uppsetning á óperu sem gerð hefur verið hérlendis með rúmlega 100 manns. Frumsýningin tókst mjög vel þrátt fyrir nokkur skakkaföll. Gestirnir voru ánægðir og það vorum við líka. Svo var partý í Þjóðleikhúskjallaranum og dansinn dunaði fram á nótt við skífuþeyting Hermigervils sem er sonur kórstjórans okkar. Næstu sýningar verða 7. 9. og 10. júní. Þeir sem fá miða í gegn um mig fá 20% afslátt. Hringið endilega í mig og pantið miða, þið megið ekki missa af þessu! Annars er allt gott að frétta hér, við erum komin heim frá Stóragerði og í litlu holuna okkar. Ég er á fullu á vinnunni og Gústi hefur verið að vinna hjá Latabæ er er að fara að hefja ferð sína til Víetnam í dag, loksins. Sjáumst :)
skrifað af Runa Vala
kl: 12:03
|
|
|